fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir fjölmiðlar fullyrtu í dag að Ralf Rangnick yrði næsti knattspyrnustjóri Manchester United.

Rangnick er yfirmaður knattspyrnumála hjá Lokomotiv Mosvku í Rússlandi og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í júlí síðastliðnum.

Manchester United vill að Rangnick taki við til bráðabirgða og stýri liðinu út tímabilið á meðan að félagið leitar að arftaka Ole Gunnar Solskjær.

Rangnick sagði í viðtali við The Times í fyrra að honum hefði verið boðinn staða bráðabirgðastjóra hjá Chelsea eftir að Frank Lampard var látinn taka poka sinn.

Ég sagði að ég vildi koma og starfa hjá félaginu en ég get ekki gert það í fjóra mánuði. Ég er ekki bráðabirgðastjóri. Í augum fjölmiðla og leikmanna yrði ég fjóra mánaða stjóri frá fyrsta degi.“

Chelsea réði Thomas Tuchel í stað Rangnick og hann stýrði liðinu til sigurs í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir að fyrrverandi tók eigið líf – Sér eftir viðtali sem hann fór í rétt áður en það gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram