fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
433Sport

Vanda vildi halda Eiði Smára – Stjórn KSÍ klofin í afstöðu sinni

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 16:42

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, vildi halda Eiði Smára Guðjohnsen í starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta herma heimildir mbl.is

Stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í gærkvöldi. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í ráðningarsamningi Eiðs Smára og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi.

Ákvörðunin var tek­in á stjórn­ar­fundi sam­bands­ins í gær í höfuðstöðvum KSÍ í Laug­ar­dal.

,,Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var stjórn­in klof­in í af­stöðu sinni til þess hvort nýta ætti upp­sagn­ar­á­kvæðið í samn­ingi Eiðs Smára. Formaður­inn var einn af þeim sem vildu halda hon­um á meðan öðrum fannst tími kom­inn á breyt­ing­ar. Þar sem Eiður Smári naut ekki fulls stuðnings inn­an stjórn­ar­inn­ar komust báðir málsaðilar að end­ingu að þeirri niður­stöðu að best væri að leiðir myndu skilja,“ segir í frétt mbl.is um málið.

Á mánudag fóru að heyrast sögur af því að KSÍ ætlaði sér að segja upp samningi Eiðs Smára. Endalok hans hjá landsliðinu tengjast gleðskap þar sem leikmenn, þjálfarar og starfslið KSÍ hittist eftir leik í í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þetta herma heimildir DV. Liðið lauk þar leik í undankeppni HM og bauð Knattspyrnusambandið í glas.

Flestir á svæðinu fengu sér 1-2 drykki að leik loknum en einhverjir sátu lengur. Samkvæmt heimildum DV átti Eiður Smári samtal við Vöndu á mánudag þar sem þau ræddu málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt verkefni hafið í Hafnarfirði en markið sett hátt – „Það er ekkert annað í boði“

Nýtt verkefni hafið í Hafnarfirði en markið sett hátt – „Það er ekkert annað í boði“
433Sport
Í gær

„Maður er kominn með ógeð á því að tala um Sir Alex Ferguson“

„Maður er kominn með ógeð á því að tala um Sir Alex Ferguson“
433Sport
Í gær

Jökull ætlar aftur út – „Ég vil ekki hljóma eins og einhver egóisti“

Jökull ætlar aftur út – „Ég vil ekki hljóma eins og einhver egóisti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur yfirmenn sína til að opna veskið fyrir Gumma Tóta

Hvetur yfirmenn sína til að opna veskið fyrir Gumma Tóta
433Sport
Fyrir 2 dögum

Van Nistelrooy ráðinn inn sem aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins

Van Nistelrooy ráðinn inn sem aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ein glæsilegasta eiginkonan mætt á forsíður blaðanna – Segir frá því hvað gerðist í vikunni

Ein glæsilegasta eiginkonan mætt á forsíður blaðanna – Segir frá því hvað gerðist í vikunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Antonio Conte sendir alla tertuna á Ruben Amorim

Antonio Conte sendir alla tertuna á Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hátt í 600 kvartanir vegna Neville

Hátt í 600 kvartanir vegna Neville