fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Vanda vildi halda Eiði Smára – Stjórn KSÍ klofin í afstöðu sinni

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 16:42

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, vildi halda Eiði Smára Guðjohnsen í starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þetta herma heimildir mbl.is

Stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í gærkvöldi. KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í ráðningarsamningi Eiðs Smára og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi.

Ákvörðunin var tek­in á stjórn­ar­fundi sam­bands­ins í gær í höfuðstöðvum KSÍ í Laug­ar­dal.

,,Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var stjórn­in klof­in í af­stöðu sinni til þess hvort nýta ætti upp­sagn­ar­á­kvæðið í samn­ingi Eiðs Smára. Formaður­inn var einn af þeim sem vildu halda hon­um á meðan öðrum fannst tími kom­inn á breyt­ing­ar. Þar sem Eiður Smári naut ekki fulls stuðnings inn­an stjórn­ar­inn­ar komust báðir málsaðilar að end­ingu að þeirri niður­stöðu að best væri að leiðir myndu skilja,“ segir í frétt mbl.is um málið.

Á mánudag fóru að heyrast sögur af því að KSÍ ætlaði sér að segja upp samningi Eiðs Smára. Endalok hans hjá landsliðinu tengjast gleðskap þar sem leikmenn, þjálfarar og starfslið KSÍ hittist eftir leik í í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þetta herma heimildir DV. Liðið lauk þar leik í undankeppni HM og bauð Knattspyrnusambandið í glas.

Flestir á svæðinu fengu sér 1-2 drykki að leik loknum en einhverjir sátu lengur. Samkvæmt heimildum DV átti Eiður Smári samtal við Vöndu á mánudag þar sem þau ræddu málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot