fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Gæti óvænt tekið við Man Utd – Hefur áður verið í úrvalsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er með Unai Emery á blaði hjá sér yfir hugsanlega arftaka Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United. Þýska blaðið Bild segir frá þessu.

Emery er stjóri Villarreal þessa stundina. Hann mætti einmitt Man Utd með sínu liðið í Meistaradeild Evrópu í gær. Man Utd van 0-2.

Emery er fyrrum stjóri annars liðs í ensku úrvalsdeildinni, Arsenal. Hann tók við liðinu af Arsene Wenger árið 2018. Hann stýrði Skyttunum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar vorið 2019 en tapaði þar gegn Chelsea. Hann var svo látinn var eftir um þrjá mánuði tímabilið eftir það sökum slæms gengis.

Spánverjnn stýrði Villarreal þá til sigurs í Evrópudeildinni síðasta vor. Liðið vann Man Utd í úrslitunum.

Man Utd er í leit að stjóra eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn á dögunum. Félagið vildi fá Mauricio Pochettino til að taka við en félag hans, Paris Saint-Germain, mun ekki hleypa honum í burtu núna. Hann gæti þó tekið við sem framtíðarstjóri í sumar.

Þangað til mun Man Utd leita að bráðabirgðastjóra. Samkvæmt fréttum fyrr í dag mun félagið ræða við þá Ralf Rangnick, Lucien Favre, Ernesto Valverde, Rudi Garcia og Paulo Fonseca um að taka tímabundið við félaginu. Samkvæmt Bild er Emery einnig möguleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur

Alvöru liðsstyrkur til Grindavíkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana

Veron fær þungan dóm – Neituðu að standa heiðursvörð fyrir meistarana
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar