Gunnar Jarl Jónsson fyrrum knattspyrnudómari segir að þjálfarar í öllum íþróttum verði að fara slaka á í vælinu í garð dómara. Kemur þetta í kjölfarið af ummælum sem Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals í handbolta lét falla.
Gunnar var í nokkur ár fremsti knattspyrnudómari landsins en hann dæmdi einnig í handbolta.
„Mín fimm sent. Ég er Gústa Jóh maður. Mjög fyndinn. Hef gaman af honum. En þetta þjálfaravæl hjá fjölmörgum þjálfurum er þreytt. Gústi segist ekki vera hundur. Ef honum líður eins og hundi, hvernig í andskotanum halda þjálfarar að dómurum líði?,“ skrifar Gunnar á Twitter síðu sína í gær.
Hafði Ágúst átt í samskiptum við Vilhelm Gauta Bergsveinsson dómari í leik Vals og ÍBV í efstu deild kvenna í síðustu leiktíð.
Þjálfarar og leikmenn mættu byggja upp þykkari skráp fyrir athugasemdum dómara. Ég var eitt sinn tekinn á teppið hjá framkvæmdarstjóra KSÍ fyrir að segja mætum leikmanni FH, Atla Viðari Björnssyni, að grjóthalda kjafti í hita leiksins. Vissulega óheppilegt. En ég get fullvissað
— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) November 15, 2021
Gunnar segir frá því þegar hann var tekinn á teppið hjá KSÍ þegar hann sagði Atla Viðari Björnssyni þá leikmanni FH að loka á sér munninum.
„Þjálfarar og leikmenn mættu byggja upp þykkari skráp fyrir athugasemdum dómara. Ég var eitt sinn tekinn á teppið hjá framkvæmdarstjóra KSÍ fyrir að segja mætum leikmanni FH, Atla Viðari Björnssyni, að grjóthalda kjafti í hita leiksins. Vissulega óheppilegt. En ég get fullvissað Fólk um það að verri hlutir hafi fengið að fjúka í andlitið á mér en það í gegnum tíðina. Er ekki að mæla því mót en dómarar í hita leiksins geta misst ýmislegt út úr sér, sértaklega tourette einstaklingar með ADHD eins og ég.“
Gunnar segir að endingu. „Best væri auðvitað ef allir gættu orða sinna.“