Átta leikjum var að ljúka rétt í þessu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu.
England valtaði yfir San Maríno með tíu mörkum gegn engu. Harry Kane skoraði fjögur mörk á aðeins 15 mínútum og þá skoruðu Harry Maguire, Tyrone Mings, Emile Smith-Rowe, Tammy Abraham og Bukayo Saka eitt mark hver. Þetta var fyrsti leikur Emile Smith-Rowe fyrir England. Með sigrinum tryggði England sér sæti á HM sem fer fram í Katar á næsta ári.
Skotland vann Danmörku með tveimur mörkum gegn engu en þetta var fyrsti tapleikur Dana í undankepnninni. John Souttar skoraði og Che Adams skoruðu mörk Skota í leiknum.
Ungverjaland sigraði Pólland 2-1. András Schafer kom Ungverjum yfir í leiknum á 37. mínútu en Karol Swiderski jafnaði fyrir Pólland þegar um klukkustund var liðin af leiknum. Daniel Gazdag kom Ungverjum aftur yfir á 80. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins.
Þá gerði Ítalía 0-0 jafntefli við Norður-Írland í kvöld og missti þar með toppsætið til Sviss en Sviss vann öruggan 4-0 sigur á Búlgaríu. Noah Okafor, Ruben Vargas og Cedric Itten skoruðu mörk Sviss í kvöld. Þetta þýðir að Sviss tryggði sér sæti á HM en Ítalía er á leið í umspil.
Norður-Írland 0 – 0 Ítalía
Sviss 4 – 0 Búlgaría
1-0 Noah Okafor (´48)
2-0 Ruben Vargas (´57)
3-0 Cedric Itten (´72)
4-0 Remo Freuler (´90+1)
Austurríki 4 – 1 Moldova
1-0 Marko Arnautovic (´4)
2-0 Christopher Trimmel (´22)
3-0 Marko Arnautovic (´55)
3-1 Ion Nicolascu (´60)
4-1 Dejan Ljubicic (´83)
Ísrael 3 – 2 Færeyjar
1-0 Munas Dabbur (´30)
2-0 Shon Weissman (´58)
2-1 Solvi Vatnhamar (´62)
2-2 Klæmint Olsen (´72)
3-2 Dor Peretz (´74)
Skotland 2- 0 Danmörk
1-0 John Souttar (´35)
2-0 Che Adams (´86)
Albanía 1 – 0 Andorra
1-0 Endri Cekici (´73)
Pólland 1- 2 Ungverjaland
0-1 András Schafer (´37)
1-1 Karol Swiderski (´61)
1-2 Daniel Gazdag (´80)
San Marínó 0 – 10 England
0-1 Harry Maguire (´6)
0-2 Filippo Fabbri sjálfsmark (´15)
0-3 Harry Kane (´27)
0-4 Harry Kane (´32)
0-5 Harry Kane (´39)
0-6 Harry Kane (´42)
0-7 Emile Smith-Rowe (´58)
0-8 Tyrone Mings (´69)
0-9 Tammy Abraham (´78)
0-10 Bukayo Saka (´79)