fbpx
Mánudagur 24.janúar 2022
433Sport

Byrjunarlið Íslands fyrir lokaleikinn í undankeppninni: Bakvarðabreytingar

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 14. nóvember 2021 15:34

Frá síðasta leik gegn Rúmenum. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið mætir Norður-Makedóníu í lokaleik sínum í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2022 nú klukkan 17. Leikið er ytra. Byrjunarlið Íslands í leiknum hefur verið tilkynnt.

Tvær breytingar eru á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik gegn Rúmenum. Guðmundur Þórarinsson kemur inn fyrir Ara Frey Skúlason sem fór meiddur út af snemma í síðasta leik. Þá kemur Birkir Már Sævarsson inn í liðið fyrir Alfons Sampsted.

Ísland er í fimmta sæti riðilsins með 9 stig og á ekki möguleika á að komast á HM fyrir þennan lokaleik sinn í riðlinum.

N-Makedónar eru í öðru sæti með 15 stig og tryggja umspilssæti um þátttökurétt í lokakeppninni í Katar með sigri á Íslandi í dag. Rúmenar anda þó ofan í hálsmálið á þeim. Liðið er með 14 stig.

Nánast bókað er að Rúmenar vinna sinn leik gegn Liechtenstein í dag. Ísland mun því að öllum líkindum skemma drauma N-Makedóna með því að gera jafntefli eða sigra í dag.

Um 16 þúsund áhorfendur fá að mæta á völlinn í Skopje í dag.Leikvangurinn sem spilað verður á, Todor Proeski, tekur almennt 33 þúsund manns. Aðeins má þó nýta 50 prósent sæta vegna reglna sökum kórónuveirufaraldursins.

Byrjunarlið Íslands

Elías Rafn Ólafsson – Birkir Már Sævarsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson – Ísak Bergmann Jóhannesson, Birkir Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson – Albert Guðmundsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Tveir handteknir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham

Telur góðar líkur á að Conte segi upp hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið

Þessir fjórir þjálfarar eru á blaði United fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum

Keane ákvað að draga Tottenham niður úr skýjaborgunum
433Sport
Í gær

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius

Gary Neville segist hafa gengið of langt í gagnrýni á Karius
433Sport
Í gær

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka

Klopp: Þetta sýndi hversu fáránlega góðir við getum verið og hversu slakir líka
433Sport
Í gær

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði

Þetta eru stoðsendingahæstu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni – Allir frá sama liði
433Sport
Í gær

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford

Declan Rice elskar að spila á Old Trafford
433Sport
Í gær

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?

Segir frá því hvenær hann varð ástfanginn af kærustunni – Ást við fyrstu sýn?