Moldova tók í kvöld á móti Skotlandi í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Skotar sigruðu leikinn með tveimur mörkum og tryggðu sér með því sæti í umspili um sæti á Heimsmeistaramótinu.
Skoska liðið var sterkari aðilinn í leiknum Nathan Patterson kom gestunum yfir á 38. mínútu leiksins.
Che Adams skoraði annað mark Skota á 65. mínútu og gulltryggði þar með góðan sigur Skota. Leikmenn Moldóvu fengu gott tækifæri til þess að minnka muninn undir lok leiks er liðið fékk vítaspyrnu en Vadim Rata klúðraði spyrnunni.
Skotland er í 2. sæti riðilsins með 20 stig en Moldóva í botnsætinu með 1 stig. Danir tróna á toppi riðilsins og hafa nú þegar tryggt sér sæti á HM.
Moldova 0 – 2 Skotland
0-1 Nathan Patterson (´38)
0-2 Che Adams (´65)