fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Stendur þétt við bakið á eiginmanninum á erfiðum tímum – ,,Ég verð að eilífu stoltasta eiginkonan“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 19:30

Sophie Cristin. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernd Leno hefur misst byrjunarliðssætið sitt hjá Arsenal til Aaron Ramsdale. Það er þó óhætt að segja að eiginkona hans standi þétt við bakið á honum.

Ramsdale kom til Arsenal frá Sheffield United í lok félagaskiptagluggans í sumar. Englendingurinn hefur verið frábær í sínum fyrstu leikjum fyrir Norður-Lundúnafélagið.

Eiginkona Leno, Sophie Cristin, er þó enn traustur stuðningsmaður Þjóðverjans.

Hún var mætt á leik Arsenal og Leeds í enska deildabikarnum í gær. Þar fékk Leno tækifærið í 2-0 sigri. Varamarkmenn fá gjarnan tækifæri í keppninni.

,,Minn númer 1. Með besta hjartað. Ég verð að eilífu stoltasta eiginkonan,“ skrifaði Cristin á Instagram við myndband sem hún birti af Leno þar sem hann gaf stuðningsmanni treyju sína.

Bernd Leno. Mynd/Getty

Leno kom til Arsenal árið 2018. Hann hafði meira og minna verið byrjunarliðsmaður síðan þá, þar til Ramsdale mætti á svæðið.

Samningur þess 29 ára gamla Þjóðverja rennur út árið 2023. Það verður þó að teljast líklegt að hann horfi sér til hreyfings næsta sumar, verði staða hans hjá Arsenal sú sama þá og hún er í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“