fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
433Sport

Solskjær lifir á lyginni og virðist halda starfinu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 08:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United lifir á lyginni í starfi sínu. The Athletic segir frá og hefur samkvæmt heimildum sínum.

Í gær var það óljóst hvort Solskjær myndi lifa af í starfi eftir niðurlægingu frá Liverpool á sunnudag. Stjórn United fundaði í gær en svo virðist sem Solskjær haldi starfinu.

„Það var óljóst um stund á mánudegi hvort Solskjær myndi halda starfinu. Þegar líða fór að kvöldi varð ljóst að hann mun líklega fá tækifæri til að bjarga starfinu, byrjar það gegn Tottenham á laugardag,“ segir í grein The Athletic.

Leikmenn United eru margir óhressir með þjálfun Solskjær þó þeim líki við persónuna. „Heimildarmenn okkar tala um að óljós leikstíll liðsins hafi áhrif á leikmenn. Solskjær sagði leikmönnum að pressa Liverpool hátt en leikmenn vissu ekki hvernig. Á æfingasvæðinu æfir liðið það aldrei,“ segir í grein The Athletic.

Antonio Conte hefur áhuga á starfinu en Brendan Rodgers stjóri Leicester er einnig á blaði samkvæmt enskum blöðum. Þá hefur Zinedine Zidane verið nefndur til sögunnar en hann vill ekki starfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Búinn að hafna einu félagi í janúar

Búinn að hafna einu félagi í janúar
433Sport
Í gær

Ummæli Slot minna á manninn sem var rekinn

Ummæli Slot minna á manninn sem var rekinn
433Sport
Í gær

Fullkrug mættur til Ítalíu

Fullkrug mættur til Ítalíu
433Sport
Í gær

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti loks verið á förum – Fengi áfram vel yfir 200 milljónir á mánuði

Gæti loks verið á förum – Fengi áfram vel yfir 200 milljónir á mánuði