fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Flugfreyja Play gerði lítið úr Valsmönnum – „Það væri verra að tapa vegabréfinu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 10:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Vals í karlaflokki gerðu sér glaða daga um helgina þegar þeir skelltu sér til Barcelona. Leikmennirnir höfðu safnað saman í sektarsjóð í sumar.

Gengi Valsmanna innan vallar var ekki gott í sumar og móralskur hittingur á erlendri grundu hefur vafalaust þjappað hópnum saman.

Leikmenn Vals flugu út með Play þar sem gleðin var við völd. Flugfreyjan í fluginu hafði leikmenn Vals að háð og spotti við lendingu í Katalóníu.

„Við lendingu sagði flugfreyjan í kallkerfið að Valsmenn þyrftu sérstaklega að passa upp á að gleyma engu í vélinni, því þeir væru vanir að tapa og það væri verra að tapa vegabréfinu,“ segir heimildarmaður DV sem var um borð í vélinni. Grínið vakti mikla lukku á meðal farþega í vélinni.

Heimildarmaðurinn sagði að Valsmenn hefðu skemmt sér vél í fluginu, skálað og rætt um málefni líðandi stundar hjá KSÍ þar sem mikið hefur gengið á.

Með í för voru allar helstu stjörnur liðsins en þar á meðal var Hannes Þór Halldórsson markvörður liðsins. Hannes er í óvissu með framtíð sína en hann hefur fengið þau skilaboð frá félaginu að hann megi fara. Valur hefur samið við Guy Smit sem kemur til félagsins frá Leikni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga