fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Mourinho sá ekki til sólar og upplifði sitt stærsta tap á ferlinum gegn Alfons og félögum – ,,Væri barnalegt að búast við þessum úrslitum fyrir leik“

433
Föstudaginn 22. október 2021 15:00

Alfons Sampsted GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfons Sampsted, segir í samtali við Fréttablaðið að það væri barnalegt ef hann hefði búist við því fyrir leik að vinna Roma 6-1 í gærkvöld eins og varð raunin. Sigurinn var einn sá merkasti í sögu Bodö/Glimt og jafnfram stærsta tap José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma, á ferlinum.

,,Það væri barnalegt að búast við þessum 6-1 úrslitum fyrir leik gegn Roma í Evrópukeppni en við höfðum fulla trú á þessu verkefni og að við gætum unnið sigur á móti þessu sterka liði,“ sagði Alfons sem er ríkjandi Noregsmeistari með Bodö/Glimt.

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa hjá Bodö/Glimt sem vann sinn fyrsta norska meistaratitil í sögunni í fyrra. Nú tekur liðið þátt í sambandsdeildinni og hefur vakið mikla athygli eftir sigur gærkvöldsins.

,,Náttúrulega fyrst og fremst er ótrúlega gaman að við séum að vekja athygli. Maður sér það á gömlu körlunum í kringum klúbbinn sem hafa verið viðloðandi félagið í áraraðir að þeir eru að fíla þetta í botn, alltaf með risastórt bros á sér um þessar mundir. Þetta tímabil sem við erum að ganga í gegnum núna er frábært og maður finnur hversu mikil lyftistöng þessi árangur er fyrir félagið og samfélagið í heild sinni,“ sagði Alfons í samtali við Fréttablaðið.

Tap Roma í gærkvöldi er það stærsta hjá liðið sem hefur spilað undir stjórn Portúgalans José Mourinho, sem er einn af sigursælustu knattspyrnustjórum heims síðustu áratugi. ,,Ég las um þessa staðreynd í gærkvöldi og þetta er ótrúlegt, gaman að vera partur af þessu en að sama skapi þá sýnir þetta hversu góður þjálfari José Mourinho er, hann hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum með svona miklum mun,“ segir Alfons Sampsted, leikmaður Bodö/Glimt.

Alfons segir mikinn hug í forráðamönnum félagsins sem séu staðráðnir í að halda félaginu á meðal þeirra bestu. ,,Það er markvisst verið að vinna að því að bæta allt í kringum félagið og maður finnur að þetta er staður sem félagið ætlar sér að vera á til lengri tíma og það er gaman að vera partur af því,“ segir Alfons Sampsted, leikmaður Bodö/Glimt í samtali við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Í gær

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Í gær

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja