fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Alfons átti þátt í stærsta ósigri Mourinho á ferlinum – Tottenham tapaði á útivelli

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 21. október 2021 18:48

(Mynd / Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodö sem vann frækinn sigur á Mourinho og lærisveinum hans í Roma í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Bodö tók leikmenn Roma í kennslustund en lokatölur urðu 6-1 fyrir heimamenn þar sem Erik Botheim skoraði meðal annars þrennu en Alfons Sampsted lagði upp annað mark Botheim í leiknum. Bodö er efst í C-riðli með 7 stig eftir 3 leiki. Roma er í 2. sæti með 6 stig.

Tottenham beið ósigur í Hollandi gegn Vitesse. Nuno Espiritio Santo gerði 11 breytingar á liðinu sem vann 3-2 sigur á Newcastle um síðustu helgi og spilamennska liðsins í kvöld bar þess vitni. Tottenham skapaði lítið og kom sér aldrei inn í leikinn. Maxmilian Witteck skoraði sigurmark heimamanna á 78. mínútu og 1-0 sigur Vitesse niðurstaða. Tottenham er í 3. sæti G-riðils með 4 stig. Vitesse er í 2. sæti með 6 stig.

Ísak Bergmann Jóhanneson og Andri Fannar Baldursson voru báðir í byrjunarliðinu er FCK tapaði á heimavelli. Kamil Grabara, markvörður danska liðsins, var rekinn af velli strax á 9. mínútu fyrir að handleika boltann og heimamenn því manni færri meirihluta leiks.

Sidcley og Andrija Zivkovic skoruðu mörk PAOK í fyrri hálfleik. Pep Biel klóraði í bakkann fyrir FCK á 80. mínútu en lengra komst danska liðið ekki og lokatölur 2-1 fyrir PAOK. FCK er í 2. sæti F-riðils með 6 stig. PAOK er efst með 7 stig.

Andri Fannar var tekinn af velli á 17. mínútu. Ísak Bergmann fór af velli á 74. mínútu.

Úrslitin í leikjum kvöldsins má sjá hér að neðan.

HJK 0 – 5 Maccabi Tel Aviv

Alashkert 0 – 3 LASK

Bodö/Glimt 6 – 1 Roma

Anorthosis 2 – 2 Flora

Feyenoord 3 – 1 FC Union Berlin

Kobenhavn 1 – 2 PAOK

Maccabi Haifa 1 – 0 Slavia Praha

Mura 1 – 2 Rennes

Qarabag 2 – 1 Kairat

Vitesse 1 – 0 Tottenham

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi