fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Ágúst beið sultuslakur og skoðaði fréttir – ,,Þeir héldu mér heitum“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 15. október 2021 09:53

Ágúst Gylfason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Gylfason hefur samið við Stjörnuna í Garðabæ um að taka við þjálfun liðsins til næstu tveggja ára. Ágúst er reynslumikill þjálfari sem hefur komið víða við og náð góðum árangri með sín lið og verður gaman að sjá hann taka við liðinu og stýra því á komandi árum.

Blaðamaður 433.is ræddi við Ágúst áðan og spurði hann hvort að ráðningin ætti sér langan aðdraganda.

,,Ég var erlendis en hitti forráðamenn Stjörnunnar fyrir tíu dögum síðan. Þeir sögðu mér að ráðning á þjálfara væri í ferli og gæti tekið langan tíma. Ég veið þolinmóður og er kominn í starfið,“ sagði Ágúst í samtali við 433.is

En hvernig lýst honum á nýja starfið í Garðabænum?

,,Ég er mjög spenntur og er aðeins búinn að labba um svæðið hérna. Ég hef verið reglulegur gestur á Stjörnuvellinum frá árinu 1990. Það er glæsileg umgjörð hérna, nýtt knatthús í smíðum og hérna er frábær blanda af leikmönnum í hópnum og eðal mannskapur í kringum liðið. Þorvaldur kominn í stöðu rekstrarstjóra og svo erum við með Veigar Pál, Ejub og Rajko í teyminu.“

Það hefur verið mikið rætt og ritað um þjálfarastöðuna í Garðabænum en nokkrir af reyndustu þjálfurum landsins hafa verið orðaðir við starfið. Þar má nefna Ólaf Kristjánsson, Heimi Hallgrímsson, Ólaf Jóhannessson og Jón Þór Hauksson auk Ágústs sem segist hafa tekið eftir þessari umfjöllun.

,,Maður fylgdist með þessu í fréttamiðlum og tekur því eins og það er. Ég var sultuslakur, þeir héldu mér heitum í gegnum ferlið og þetta endaði með góðum fundi seint í gærkvöldi,“ segir Ágúst um ráðningarferlið og þjálfaraleitina.

Þorvaldur Örlygsson tók við þjálfarastöðunni hjá Stjörnunni í upphafi síðasta tímabils en árangurinn var undir væntingum. Stjarnan endaði í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar. Þorvaldur tók síðan að sér stöðu rekstrarstjóra hjá knattspyrnudeild félagsins. Ágúst segir ljóst að það þurfi að styrkja leikmannahópinn.

,,Við vorum sammála um að það þarf styrkingu í liðið. Við munum styrkja liðið um 3-5 leikmenn fyrir komandi átök. Ég þarf þó að leggja mat mitt á núverandi hóp fyrst, við erum með Íslandsmeistara í 2. flokki og flotta unga stráka þannig að grunnurinn er góður,“ segir Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Stjörnunnar.

Ágúst hlakkar til að kynnast stuðningsmönnum Stjörnunnar sem hann segir vera þá bestu á landinu. ,,Við eigum frábæra stuðningsmenn, bestu stuðningsmenn Íslands.“ 

Ekki er orðið ljóst hver verður aðstoðarþjálfari Ágústs hjá Stjörnunni en þau mál eru komin í ferli.

„Það eru nokkur nöfn á borði og ég vona að gengið verði frá ráðningu sem fyrst,“ segir Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Stjörnunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Í gær

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Í gær

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te