fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Segir að mál Guðlaugs Victors hafi verið blásið upp – „Mynduð þið ekki fórna einum leik á móti leigubílstjórum frá Liechtenstein?“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. október 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Guðlaugs Victors Pálssonar er enn til umræðu innan knattspyrnusamfélagsins hér á landi. Guðlaugur dró sig úr landsliðshópi Íslands í miðju landsliðsverkefni  fyrir leik liðsins gegn Liechtenstein sem fór fram í gær.

Málið var rætt í hlaðvarpssþættinum Dr.Football í dag og Hjörvar Hafliðason vill meina að búið sé að blása málið allverulega upp. Hann skilur ákvörðun Guðlaugs sem hefur verið tæpur vegna meiðsla að undanförnu og misst af leikjum með félagsliði sínu Schalke.

GettyImages

„Knattspyrnusamband Íslands á ekki rassgat inni hjá Guðlaugi Victori Pálssyni. Þetta er maður sem komst í 73 manna hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir HM 2018. Mér finnst KSÍ ekki geta sagt neitt við þenna gæja. Hann er að spila með Schalke sem er langstærsti klúbburinn af þeim klúbbum sem aðrir leikmenn í landsliðinu eru að spila með. Mynduð þið ekki fórna einum leik á móti leigubílstjórum frá Liechtenstein til þess að festa sæti þitt hjá klúbbnum. Ég fatta ekki málið sem er gert úr þessu,“ sagði Hjörvar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, annar af gestum þáttarins tók undir þessi orð Hjörvars. „Það er ótrúlega mikið gert úr þessu,“ sagði Hrafnkell.

Arnar alltaf í veseni með svörin sín

Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands, var líka gestur í þættinum og hann gat ekki tekið undir þessar útskýringar Hjörvars og Hrafnkells.

Arnar vill meina að Arnar Þór, landsliðsþjálfari Íslands, hefði getað staðið sig betur í þessum aðstæðum.

„Það er tvennt í þessu. Arnar Þór Viðarsson, virðist vera algjörlega ófær um að svara einni einustu spurningu sem kemur til hans. Hann er bara alltaf í veseni með svörin sín. Hann er búinn að vera alveg svakalega slæmur fyrir íslenskan fótbolta hvað varðar það að svara fyrir það sem er búið að vera í gangi. Svaraðu þessu bara almennilega.“

Eyþór Árnason/Fréttablaðið

„Svarið hans þegar hann er spurður út í Guðlaug, það er það sem býr til þetta vesen. Það er það sem býr til þetta havarí af því að það fara allir að spurja sig ‘afhverju svarar hann því ekki hvað gerðist?’ Þegar þjálfarinn segir þetta þá lítur þetta út eins og það sé eitthvað ósagt,“ sagði Arnar Sveinn.

Arnari Sveini finnst að Guðlaugur Victor hefði átt að klára verkefnið með landsliðshópnum. „Mér finnst að Guðlaugur, ef hann er tæpur eða þarf að vera með liðinu sínu og allt þetta ,eigi samt bara að klára þetta verkefni. Hann þarf ekkert að spila leikinn en kláraðu verkefnið með hópnum,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson, forseti leikmannasamtaka Íslands í Dr.Football í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Í gær

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári