fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Þessir eru taldir líklegastir til þess að taka við Newcastle – Mikil uppbygging framundan

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 11. október 2021 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður eru nú uppi um það hver verði næsti knattspyrnustjóri enska félagsins Newcastle United. Talið er næsta víst að Steve Bruce, núverandi knattspyrnustjóri liðsins verði rekinn í kjölfar þess að opinber fjárfestingasjóður Sádí Arabíu keypti Newcastle United á dögunum fyrir um 300 milljónir punda og fara á í mikla uppbyggingu.

Í frétt á DailyMail í dag er farið yfir þá kandídata sem eru taldir líklegastir til þess að taka við keflinu.

Fyrstur á lista er hinn svissneski Lucien Favre, hann hefur verið án starfs síðan að honum var sagt upp störfum hjá þýska liðinu Borussia Dortmund. Favre náði ágætis árangri á sínum tíma með Dortmund og talið er að hann sé tilbúinn til þess að taka við nýju liði.

Lucien Favre /GettyImages

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester er einnig talinn líklegur til þess að taka við Newcastle. Rodgers hefur náð góðum árangri hjá Leicester og þar áður hjá Celtic. Þá var hann nálægt því á sínum tíma að gera Liverpool að enskum meistara árið 2014.

Brendan Rodgers/ GettyImages

Talandi um Liverpool, þá er fyrrverandi fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, sem nú er knattspyrnustjóri Rangers einnig talinn eiga möguleika á því að stýra Newcastle United. Gerrard hefur átt góðu gengi að fagna með Rangers, hann gerði liðið að skoskum meistara á síðasta tímabili og gæti farið að hugsa sér til hreyfings.

Steven Gerrard/GettyImages

Eddie Howe er án starfs eftir að hafa unnið gott starf hjá Bournemouth sem skilaði liðinu í ensku úrvalsdeildina þar sem liðið náði að festa sæti sitt í nokkur tímabil.

Eddie Howe/GettyImages

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu er einnig orðaður við stjórastöðuna á St. James’ Park. Martinez hefur reynslu úr ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa verið knattspyrnustjóri Wigan og Everton en hann hefur frá árinu 2016 verið landsliðsþjálfari Belgíu og gæti farið að hugsa sér til hreyfings.

Roberto Martinez/GettyImages

Stærsta nafnið á listanum er án efa Antonio Conte sem hefur verið án starfs eftir að hann hætti hjá Inter Milan eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Conte hefur einnig reynslu af því að þjálfa í Englandi og vinna ensku úrvalsdeildina. Þá hefur hann einnig reynslu úr Evrópukeppnum sem hlýtur að vera markmiðið á endanum að koma Newcastle United í.

Antonio Conte – Mynd: Getty

Þá er nafn Graham Potter einnig nefnt til sögunnar en hann hefur átt góðu gengi að fagna í Englandi með Brighton og þar áður Swansea City.

Graham Potter/GettyImages

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki