fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Segir að Liverpool verði að gera allt til þess framlengja við Salah

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. október 2021 12:00

Mohamed Salah.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher sérfræðingur Sky Sports segir að Liverpool verði að ganga hratt til verks og klára nýjan samning við Mo Salah.

Salah hefur verið hreint magnaður í upphafi þessa tímabils. Salah var á skotskónum í 2-2 jafntefli gegn Manchester City í gær.

„Það er enginn í heiminum að spila betur þessa dagana,“ sagði Carragher.

„Frammistaða hans og allar tölur í upphafi tímabils hafa verið frábærar. Ég hef aldrei séð Salah betri.“

„Ég hef haldið þessu fram undanfarið að Salah er einn besti leikmaður í sögu Liverpool. Ian Rush, Roger Hunt og fleiri. Salah er á þeim stað, hann labbar inn í besta Liverpool lið sögunnar.“

Salah er með samning við Liverpool til ársins 2023 en viðræður um nýjan samning hafa staðið yfir.

„Liverpool hefur ekki efni á því að klára ekki samning við hann. Félagið gæti misst hann á næstu tveimur árum. Það er nauðsynlegt að hann skori mörk fyrir Liverpool þegar hann er á toppnum í leik sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“