fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Abramovich tjáir sig um umdeilda brottreksturinn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur staðfest þær fréttir um að félagið sé búið að reka Frank Lampard úr starfi knattspyrnustjóra. Ekki er búist við öðru en að Chelsea muni ráða Thomas Tuchel til starfa á allra næstu dögum.

Gengi Chelsea síðustu vikur hefur verið slakt og hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea tekið ákvörðun um að reka Lampard úr starfi.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir félagið, sérstaklega vegna þess að ég á frábært persónulegt samband við Lampard, ég ber endalausa virðingu fyrir honum,“ sagði Abramovich um brottrekstur Lampard.

Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United.

„Hann er heiðarlegur maður sem leggur mikið á sig í vinnunni, í þessum kringumstæðum fannst okkur það besta ákvörðunin að skipta um þjálfara.“

Roman Abramovich lét Lampard fá 200 milljónir punda í leikmannakaup í sumar en árangurinn fylgir ekki með, eigandi Chelsea er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði gagnvart stjórum sínum.

„Fyrir hönd allra hjá félaginu, þá vil ég þakka Frank fyrir hans vinnu. Ég óska honum góðs gengis í framtíðinni, hann er goðsögn hjá félaginu og staða hans þar hefur ekkert breyst. Hann verður alltaf velkominn á Stamford Bridge.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn