fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Beckham var ákveðinn er hann ræddi ráðningu nýs knattspyrnustjóra – „Hefur ekkert með það að gera að hann sé vinur minn“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 12:43

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Neville, var á dögunum ráðinn knattspyrnustjóri bandaríska liðsins Inter Miami, liðið er í eigu David Beckham en hann og Neville eru miklir mátar og fyrrverandi liðsfélagar hjá Manchester United og enska landsliðinu.

Neville verður einungis annar knattspyrnustjóri Inter Miami í sögu félagsins sem var stofnað árið 2018. Neville, þjálfaði áður enska kvennalandsliðið og hefur mikla reynslu frá sínum árum sem leikmaður.

David Beckham, eigandi liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á dögunum og vildi gera öllum það ljóst að Neville, hafi ekki bara verið ráðinn af því að hann sé góðkunningi eigandans.

„Ég hef þekkt hann síðan ég var 15-16 ára gamall og ég veit hvernig hann er, bæði sem leikmaður og manneskja. Hann leggur hart að sér, ég hef aldrei séð neinn leggja eins hart að sér eins og Phil og bróðir hans Gary,“ sagði David Beckham á blaðamannafundi.

Beckham segist átta sig á því að það sé til fólk sem segi að Neville hafi bara verið ráðinn vegna þess að hann sé vinur eiganda liðsins.

„Þetta hefur ekkert með það að gera að hann sé vinur minn. Ég er eigandi félagsins með Jorge og ég ræð ekki einstaklinga út frá því hvort þeir séu vinir mínir, heldur ræð ég hæfustu einstaklingana,“ sagði ákveðinn David Beckham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Í gær

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“