fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Þessir þykja líklegastir til að taka við Chelsea – Óvænt nafn efst á blaði

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 19:30

Frank Lampard / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er undir mikilli pressu þessa stundina og er í hættu á að missa starf sitt eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þegar knattspyrnustjórar eru taldir líklegir til þess missa starf sitt fara af stað sögusagnir og spáð er í því hvaða knattspyrnustjóri gæti verið næstur í röðinni.

Samkvæmt veðmálasíðunni Betfair, er Andryi Shevchenko, fyrrverandi leikmaður Chelsea, líklegastur til þess að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Lundúnaliðinu verði Lampard rekinn.

Andriy Shevchenko / GettyImages

Shevchenko spilaði á sínum tíma 77 leiki fyrir Chelsea og tók við landsliðsþjálfarastöðu í heimalandi sínu Úkraínu eftir að knattspyrnuskórnir fóru á hilluna.

Næstur í röðinni á eftir Shevchenko er þjóðverjinn Thomas Tuchel, sem var á dögunum rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra franska liðsins Paris-Saint Germain. Það að Tuchel er talinn sterkur kostur í hans fari þar sem nokkrir af lykilleikmönnum Chelsea eru þjóðverjar.

Thomas Tuchel / GettyImages

Ítalinn Massimiliano Allegri er talinn þriðji líklegastur til þess að hljóta starfið, verði Lampard rekinn. Allegri starfaði síðast hjá ítalska liðinu Juventus við góðan orðstír.

Tíu líklegustu knattspyrnustjórarnir til þess að taka við Chelsea samkvæmt Betfair:

  • Andriy Shevchenko
  • Thomas Tuchel
  • Massimiliano Allegri
  • Julian Nagelsmann
  • Brendan Rodgers
  • Ralf Rangnick
  • Didier Deschamps
  • Ralph Hasenhuttl
  • Claude Makelele
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár