fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Gary Neville um möguleika Manchester United – „Þetta er ekki meistaralið“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 20:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports. telur að Manchester United sé ekki á þeim stað núna að geta orðið Englandsmeistarar á þessu tímabili. Liðið situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 18 leiki.

Liverpool og Manchester United, mættust í gær í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn endaði með 0-0 jafntefli.

Ég trúi því staðfastlega að þetta lið sé ekki tilbúið til þess, hugarfarslega, að geta aðlagast þessum aðstæðum. Fyrir 7-8 vikum var talað um að knattspyrnustjóri liðsins væri við það að missa starf sitt og nú eiga þeir að hugsa með sér að þeir geti unnið deildina,“ sagði Neville í útsendingu Sky Sports.

Neville segir að skoðanir sínar samsvari skoðunum stuðningsmanna Manchester United.

„Þetta er ekki meistaralið. Ekki halda það að stuðningsmenn félagsins eða sérfræðingar um knattspyrnu, telji að Manchester United muni verða Englandsmeistarar á þessu tímabili. Þeir eiga möguleika en það er ekki búist við því. Þegar liðið er tilbúið, þá mun það gerast ,“ sagði Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports.

Manchester United er í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 18 leiki, tveimur stigum meira en Manchester City sem situr í 2. sæti og á leik til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli