fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Vísa í fögn Stjörnunnar svo leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar get séð hvernig megi fagna án faðmlags

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 15:25

Stjarnan komst áfram í Lengjubikarnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni hefur verið ráðlagt af forráðamönnum deildarinnar að faðmast ekki og ekki gefa fimmu þegar mörkum er fagnað í deildinni. Er þetta gert til þess að minnka líkurnar á útbreiðslu Covid-19 smits í deildinni.

Breski vefmiðilinn The Athletic, fer yfir það á vefsíðu sinni í dag hvernig leikmenn geta fagnað mörkum án þess að fallast í faðma. Eitt af dæmunum sem er dregið fram í umfjöllun vefmiðilsins eru fögn Stjörnumanna á sinum tíma.

Fögn leikmanna Stjörnunnar vöktu mikla athygli í knattspyrnuheiminum á sínum tíma.

„Kynnið ykkur einfaldlega vinnu leikmanna Stjörnunnar á Íslandi sem virtust eyða öllum sínum frítíma í að skipuleggja fögn fyrir nokkrum árum. Forðist kannski fagnið þar sem einn leikmaðurinn virðist láta eins og hann hafi fengið hjartaáfall á vellinum,“ segir í umfjöllun The Athletic.

Víst er að sum fögn Stjörnunnar geti fallið undir reglur ensku úrvalsdeildarinnar um það hvernig leikmenn megi fagna mörkum, en ekki öll. Engu að síður er gaman að rifja upp þessi fögn Stjörnumanna sem lífguðu talsvert upp á knattspyrnusumarið á sínum tíma.

Nú er það spurning hvort leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar taki sig saman í frítímanum og skipuleggji skemmtileg fögn án snertingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík