fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Vísa í fögn Stjörnunnar svo leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar get séð hvernig megi fagna án faðmlags

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 15:25

Stjarnan komst áfram í Lengjubikarnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni hefur verið ráðlagt af forráðamönnum deildarinnar að faðmast ekki og ekki gefa fimmu þegar mörkum er fagnað í deildinni. Er þetta gert til þess að minnka líkurnar á útbreiðslu Covid-19 smits í deildinni.

Breski vefmiðilinn The Athletic, fer yfir það á vefsíðu sinni í dag hvernig leikmenn geta fagnað mörkum án þess að fallast í faðma. Eitt af dæmunum sem er dregið fram í umfjöllun vefmiðilsins eru fögn Stjörnumanna á sinum tíma.

Fögn leikmanna Stjörnunnar vöktu mikla athygli í knattspyrnuheiminum á sínum tíma.

„Kynnið ykkur einfaldlega vinnu leikmanna Stjörnunnar á Íslandi sem virtust eyða öllum sínum frítíma í að skipuleggja fögn fyrir nokkrum árum. Forðist kannski fagnið þar sem einn leikmaðurinn virðist láta eins og hann hafi fengið hjartaáfall á vellinum,“ segir í umfjöllun The Athletic.

Víst er að sum fögn Stjörnunnar geti fallið undir reglur ensku úrvalsdeildarinnar um það hvernig leikmenn megi fagna mörkum, en ekki öll. Engu að síður er gaman að rifja upp þessi fögn Stjörnumanna sem lífguðu talsvert upp á knattspyrnusumarið á sínum tíma.

Nú er það spurning hvort leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar taki sig saman í frítímanum og skipuleggji skemmtileg fögn án snertingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins