fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Jóhann Berg spilaði fyrri hálfleikinn í tapi gegn West Ham

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 16:52

Jóhann Berg í baráttu við Declan Rice / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham tók á móti Burnley í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri West Ham en leikið var á heimavelli liðsins, London Stadium.

Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley í leiknum en var tekinn af velli í hálfleik. Það er ekki vitað á þessari stundu hvort það hafi verið gert vegna meiðsla.

Það var Michail Antonio, sem skoraði eina mark leiksins fyrir West Ham á 9. mínútu leiksins.

Sigur West Ham lyftir liðinu upp í 8. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 29 stig. Burnley er í 17. sæti með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

West Ham 1 – 0 Burnley 
1-0 Michail Antonio (‘9)

Þá vann Brighton 0-1 útisigur gegn Leeds United í dag. Það var Neal Maupay sem skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu eftir  stoðsendingu frá Alexis Mac Allister.

Kærkominn sigur fyrir Brighton sem lyftir sér upp í 16. sæti deildarinnar með 17 stig. Leeds United er í 12. sæti með 23 stig.

Leeds United 0 – 1 Brighton 
0-1 Neal Maupay (’17)

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum