fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Jóhann Berg spilaði fyrri hálfleikinn í tapi gegn West Ham

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 16. janúar 2021 16:52

Jóhann Berg í baráttu við Declan Rice / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham tók á móti Burnley í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri West Ham en leikið var á heimavelli liðsins, London Stadium.

Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley í leiknum en var tekinn af velli í hálfleik. Það er ekki vitað á þessari stundu hvort það hafi verið gert vegna meiðsla.

Það var Michail Antonio, sem skoraði eina mark leiksins fyrir West Ham á 9. mínútu leiksins.

Sigur West Ham lyftir liðinu upp í 8. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 29 stig. Burnley er í 17. sæti með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti.

West Ham 1 – 0 Burnley 
1-0 Michail Antonio (‘9)

Þá vann Brighton 0-1 útisigur gegn Leeds United í dag. Það var Neal Maupay sem skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu eftir  stoðsendingu frá Alexis Mac Allister.

Kærkominn sigur fyrir Brighton sem lyftir sér upp í 16. sæti deildarinnar með 17 stig. Leeds United er í 12. sæti með 23 stig.

Leeds United 0 – 1 Brighton 
0-1 Neal Maupay (’17)

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi