fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Stefnir í að einn mest spennandi ungi leikmaður Arsenal yfirgefi félagið – Mörg lið hafa sett sig í samband

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 18:00

Folarin Balogun í leik með Arsenal / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Folarin Balogun, einn mest spennandi ungi leikmaður Arsenal, rennur út á samning eftir núverandi tímabil. Lítið hefur þokast í samningarviðræðum leikmannsins við forráðamenn félagsins og mörg lið hafa áhuga á kappanum.

Balogun er 19 ára gamall framherji að uppruna en getur einnig spilað bæði á hægri og vinstri kanti. Hann hefur fengið tækifæri í liði Arsenal á tímabilinu og þá einna helst í Evrópudeildinni þar sem hann hefur spilað 4 leiki og skorað 2 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.

Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Twitter í dag að fleiri en fimmtán félög hafi sett sig í samband við leikmanninn og boðið honum samning.

Ein helsta ástæða þess að illa hefur gengið í samningarviðræðum Balogun við Arsenal er að hann krefst spilatíma sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta, hefur hingað til ekki geta lofað.

Balogun má ræða við félög utan Englands eins og staðan er núna og talið er að stærstu félög Þýskalands horfi hýru auga til hans. Fabrizio Romano, hefur hins vegar heimildir fyrir því að ekkert formlegt samningsboð hafi komið frá RB Leipzig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot