fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Enginn svarar þegar Hannes reynir að hringja í menn á Hlíðarenda

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. september 2021 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er Valur að næla í markvörðinn Guy Smit frá Leikni Reykjavík. Hinn 26 ára gamli Smit hefur verið hjá Leikni síðustu tvö tímabil. Hann varði mark liðsins með miklum sóma í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Fyrir hjá Val er markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hann er samningsbundinn út næstu leiktíð. Möguleiki er á því að riftunarákvæði sé í samningi Vals og Hannesar, það er þó ekki staðfest.

Hannes er besti markvörður í sögu Íslands en framtíð hans hjá Val virðist vera í óvissu. „Ég get ekki gefið neitt upp með það, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes við Fótbolta.net í dag.

Hannes segir að enginn svari símtölum á Hlíðarenda eftir að tímabilinu lauk. „Nei, það eru engar og næst ekki í neinn niðri á Hlíðarenda.“

Hannes hætti með landsliðinu á dögunum en hann er orðaður við KR þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við
433Sport
Í gær

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi

Ronaldo sendur heim eftir hörmungina í Írlandi
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik

Mætti meiddur og gefst upp á að reyna að ná næsta leik