fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Superliga: Jón Dagur skoraði sigurmarkið í Íslendingaslag

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 27. september 2021 18:59

Jón Dagur Þorsteinsson Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AGF tók á móti SonderjyskE í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeild karla í dag.

Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Anderson voru báðir í byrjunarliði AGF en íslensku landsliðsmennirnir hafa verið að gera það gott með liðinu að undanförnu.

Mikael skoraði tvö mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum með aðalliðinu eftir að kappinn gekk aftur til liðs við AGF á dögunum og Jón Dagur skoraði í bikarleik í síðustu viku.

Jón Dagur var aftur á ferðinni í dag þegar hann kom heimamönnum yfir á 35. mínútu. Jón Dagur og Mikael fengu báðir að líta gula spjaldið í seinni hálfleik en meira var ekki skorað í leiknum og 1-0 sigur heimamanna staðreynd.

Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður í liði SonderjyskE á 73. mínútu og fékk að líta gula spjaldið á síðustu mínútu uppbótartíma.

AGF er nú í 7. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 10 leiki. SonderjyskE er í 11. sæti með 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Í gær

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar