Fyrrum franski landsliðsmaðurinn Samir Nasri hefur lagt skóna á hilluna, 34 ára gamall.
Nasri lék með Arsenal frá 2008 til 2011. Þaðan fór hann til Manchester City, þar sem hann var á mála í sex ár. Auk þessara liða lék hann með Marseille, Sevilla, Antalyaspor, West Ham og Anderlecht á ferlinum.
Á tíma sínum hjá Man City vann hann til að mynda þrjá Englandsmeistaratitla.
Þrátt fyrir að hafa átt nokkur góð ár á knattspyrnuvellinum verður Nasri ekki síður minnst fyrir að vera vandræðagemsi utan vallar.
Þá var hann til að mynda dæmdur í sex mánaða bann frá knattspyrnu snemma árs 2018 fyrir lyfjamisnotkun.
Nasri á að baki 41 landsleik fyrrir franska A-landsliðið.