fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar um Arnar: ,,Átti aldrei að labba um atvinnulaus“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 19:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, hrósaði Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, í hástert í nýjasta þætti sínum.

Arnar tók við KA um miðjan júlí í fyrra. Þá var liðið aðeins með 4 stig eftir sex umferðir í Pepsi Max-deild karla. Undir hans stjórn endaði KA í sjöunda sæti deildarinnar.

Í ár hefur gengi Akureyringa verið frábært. Liðið er í þriðja sæti með 39 stig þegar ein umferð er eftir.

Arnar var látinn fara frá Breiðabliki árið 2017. Næsta starf hans í þjálfun var hjá Roeselare í Belgíu árið 2019. KA fékk hann svo til sín í fyrra, 2020.

Hjörvar er hissa á því að eins stór biti og Arnar hafi verið laus eins lengi og raun bar vitni.

,,Arnar Grétarsson er búinn að gera meiriháttar hluti fyrir norðan og verður ábyggilega eftirsóttur. Arnar Grétarsson átti aldrei að labba um atvinnulaus þjálfari í 1-2 ár,“ sagði Hjörvar í þættinum.

,,Það er ánægjulegt að fá hann aftur, hann er hörku, hörku þjálfari,“ bætti hann við.

KA fær FH í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Vinni liðið þann leik gulltryggir það sér þriðja sætið.

Arnar Grétarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“