fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 12:00

Óttar Geirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra María Lárusdóttir átti frábært sumar með Val sem varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna. Dóra er 36 ára gömul en átti eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Dóra stjórnaði leik Vals og átti stóran þátt í því að sá stóri fór aftur á Hlíðarenda. Dóra María lék sinn fyrsta leik með Val árið 2001 og hefur síðan þá orðið Íslandsmeistari átta sinnum.

Í liði Vals í dag eru meðal annars Ída Marín Hermannsdóttir, sem var ekki fædd þegar Dóra spilaði fyrsta leikinn sinn í meistaraflokki. Varamarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er fædd 2005 en þá var Dóra búin að vera í tvö ár í landsliðinu. Svo er Arna Eiríksdóttir, sem kom í heiminn 2002

Óttar Geirsson

„Ég upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni í klefanum. Þær stelpurnar hlæja að mér eins og ég að mömmu minni fyrir orðanotkun og annað. Ég er alltaf að reyna að vera hipp og kúl en með misjöfnum árangri,“ segir Dóra María við Fréttablaðið.

Dóra bendir á í viðtalinu við Fréttablaðið að hún sé eldri en pabbi einnar stelpu í liðinu og sé hætt að reyna að skipta sér af tónlistinni í klefanum.

„Það er fullt af spennandi hlutum í gangi. Valur er með geggjað lið núna og að komast í riðlakeppni meistaradeildarinnar er raunhæfur möguleiki,“ sagði Dóra María sem virðist ekki á þeim buxunum að hætta strax.

„Mér fannst tímabilið í fyrra svolítið leiðinlegt með öllum þessum Covid-stoppum en ég sagði nú einhvern tímann að það væri erfitt að finna tímapunkt til að hætta, hvað þá þegar vel gengur. Sjáum til,“ segir Dóra María.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hættir Guardiola næsta sumar? – City skoðar arftaka og Maresca er á blaði

Hættir Guardiola næsta sumar? – City skoðar arftaka og Maresca er á blaði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans

Roy Keane urðar yfir Mainoo og bróðir hans – Telur allar líkur á að hann hafi vitað af uppátæki hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann

Salah æðið heldur áfram í Egyptalandi – 99 prósent þjóðarinnar styðja hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag

United leitar til FIFA og telur að hafa verið brotið á sér á mánudag
433Sport
Í gær

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
433Sport
Í gær

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn

Solskjær vildi kaupa þessa þrjá til United – Fékk í staðin þessa leikmenn