fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 12:00

Óttar Geirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra María Lárusdóttir átti frábært sumar með Val sem varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna. Dóra er 36 ára gömul en átti eitt sitt besta tímabil á ferlinum. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Dóra stjórnaði leik Vals og átti stóran þátt í því að sá stóri fór aftur á Hlíðarenda. Dóra María lék sinn fyrsta leik með Val árið 2001 og hefur síðan þá orðið Íslandsmeistari átta sinnum.

Í liði Vals í dag eru meðal annars Ída Marín Hermannsdóttir, sem var ekki fædd þegar Dóra spilaði fyrsta leikinn sinn í meistaraflokki. Varamarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er fædd 2005 en þá var Dóra búin að vera í tvö ár í landsliðinu. Svo er Arna Eiríksdóttir, sem kom í heiminn 2002

Óttar Geirsson

„Ég upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni í klefanum. Þær stelpurnar hlæja að mér eins og ég að mömmu minni fyrir orðanotkun og annað. Ég er alltaf að reyna að vera hipp og kúl en með misjöfnum árangri,“ segir Dóra María við Fréttablaðið.

Dóra bendir á í viðtalinu við Fréttablaðið að hún sé eldri en pabbi einnar stelpu í liðinu og sé hætt að reyna að skipta sér af tónlistinni í klefanum.

„Það er fullt af spennandi hlutum í gangi. Valur er með geggjað lið núna og að komast í riðlakeppni meistaradeildarinnar er raunhæfur möguleiki,“ sagði Dóra María sem virðist ekki á þeim buxunum að hætta strax.

„Mér fannst tímabilið í fyrra svolítið leiðinlegt með öllum þessum Covid-stoppum en ég sagði nú einhvern tímann að það væri erfitt að finna tímapunkt til að hætta, hvað þá þegar vel gengur. Sjáum til,“ segir Dóra María.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið

Mjög óvænt skref – Var sagður nálægt Barcelona en gerði tíu ára samning við uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð

Viðurkennir að hann eigi mikið inni eftir frammistöðuna á síðustu leiktíð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Í gær

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja