fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 16:41

.Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV hefur staðfest að Helgi Sigurðsson hafi óskað eftir því að láta af störfum sem þjálfari karlaliðs félagsins. Hann kom liðinu upp í efstu deild um liðna helgi í annari tilraun.

Samkvæmt heimildum 433.is er nokkuð síðan að Helgi tók þessa ákvörðun en hann lét stjórn ÍBV vita af þessu í vikunni.

Það er útilokað að Heimir Hallgrímsson snúi aftur til ÍBV og taki við meistaraflokki karla félagsins. Þetta herma heimildir 433.is. Stefnir þessi færasti þjálfari Íslands á að halda áfram að starfa erlendis.

Hermann Hreiðarsson, Jón Þór Hauksson og fleiri hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá ÍBV.

Tilkynning ÍBV:
Eftir tvö ár sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV hefur Helgi Sigurðsson óskað eftir að hætta með liðið eftir yfirstandandi keppnistímabil. Frá því ÍBV og Helgi hófu samstarf hafa aðstæður hans breyst og óskaði hann eftir að fá að hætta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. Knattspyrnuráð samþykkti beiðni Helga og líkur sem hér segir samstarfi okkar í mesta bróðerni.

ÍBV tryggði sér sæti í efstu deild í síðasta leik og náði þar með markmiði sínu í sumar með glæsibrag. Knattspyrnuráð vill þakka Helga fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Áfram ÍBV; alltaf, alls staðar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Í gær

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Í gær

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
Sport
Í gær

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“