Cristiano Ronaldo sneri aftur í lið Manchester United eftir 12 ára fjarveru þegar liðið tók á móti Newcastle í 4. umferð ensku deildarinnar í dag.
Ronaldo átti draumabyrjun en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Hann kom Manchester United yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks er hann fylgdi á eftir skoti Greenwood og skoraði annað mark liðsins á 62. mínútu eftir stungusendingu frá Luke Shaw.
Fjölskylda Ronaldo er ánægð með félagsskipti hans til United og hefur systir hans meðal annars tjáð sig um það á samfélagsmiðlum. Móðir Ronaldo var á vellinum í dag og brast í grát er Ronaldo opnaði markareikninginn með liðinu í annað sinn. Mynd af Dolores, móður Ronaldo, má sjá hér að neðan.
Cristiano Ronaldo's mums reaction to him scoring 😢❤
📸 – @Ambo_91 pic.twitter.com/qvqEvC3Pgn
— SPORTbible (@sportbible) September 11, 2021