Lionel Messi grét í nótt þegar hann varð markahæsti leikmaður í sögu landsliða í Suður-Ameríku. Messi skoraði þrennu í sigri á Bólivíu.
Messi er 34 ára gamall en hann er nú búinn að skora 79 mörk fyrir land og þjóð. Hann bætir met Pele sem hafði skorað 77 mörk fyrir Brasilíu á sínum tíma.
Neymar hefur skorað 68 mörk fyrir Brasilíu og gæti vel nartað í metið hjá Messi á næstu árum.
Video of the day. Leo Messi crying tears of joy after finally celebrating Copa America with Argentinian people. 🇦🇷🏆 #Messi
…and yes, it’s even more beautiful than his great hattrick scored tonight, becoming best South American scorer in history.pic.twitter.com/28Hbl7LBEZ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2021
20 þúsund stuðningsmenn Argentínu voru mættir á leikinn en eftir leik var fagnað sigri liðsins í Copa America í sumar.
Messi var hrærður yfir metinu og grét eftir leik, myndbandið af því er hér að ofan.