Manchester United-treyjur merktar Cristiano Ronaldo hafa selst á samtals 187,1 milljón punda frá því að hann gekk aftur til liðs við félagið á dögunum.
Hinn 36 ára gamli Ronaldo gladdi alla stuðningsmenn Man Utd þegar hann mætti aftur ,,heim“ eftir 12 ára fjarveru.
Fyrr í sumar gekk Lionel Messi til liðs við Paris Saint-Germain eftir að hafa leikið fyrir Barcelona allan sinn atvinnumannaferil.
Messi, sem er 34 ára gamall, neyddist til að yfirgefa Börsunga í sumar vegna fjárhagsvandræða félagsins.
PSG-treyjur merktar Messi hafa selst á samtals 103,8 milljónir punda.