Neymar er orðinn þreyttur á því að fjöldi fólks haldi því fram að hann sé of feitur til að vera í fremstu röð fótboltans.
Stuðningsmenn Brasilíu hafa haldið þessu fram síðustu daga og þá hafa fjölmiðlar erlendis fjallað um sama málið.
Neymar ákvað að svara fyrir sig í gær þegar Brasilía vann 2-0 sigur á Perú. Þar skoraði hann eitt og lagði upp annað.
Neymar reif upp bol sinn til að svara gagnrýni sinni og þeim sem hafa fitusmánað hann. „Sá feiti er á eldi,“ skrifaði Neymar á Twitter og svaraði fyrir sig með mynd sem sjá má hér að ofan.