fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: ÍBV valtaði yfir fallnar Fylkiskonur

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. september 2021 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍBV fór illa með Fylki í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. Leikið var í Vestmannaeyjum.

Viktorija Zaicikova skoraði tvö mörk fyrir heimakonur í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi 2-0.

Olga Sevcova skoraði þriðja mark ÍBV um miðbik seinni hálfleiks. Stuttu síðar fullkomnaði Zaicikova þrennuna og kom Eyjakonum í 4-0.

Sevcova átti svo eftir að skora eitt mark áður en leiknum lauk. Lokatölur 5-0.

ÍBV lýkur tímabilinu með 22 stig og er í sjötta sæti eins og er. Þær gætu endað í því sjöunda, vinni Þór/KA sinn leik í lokaumferðinni.

Fylkiskonur voru fallnar niður í Lengjudeildina fyrir leikinn í dag. Þær ljúka keppni á botni deildarinnar með 13 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd

Úrslitaleikurinn líklega í Madríd
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Í gær

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar
433Sport
Í gær

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans