Ísland tók á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli í undankeppni HM í kvöld. Þýskaland vann öruggan 4-0 sigur í leiknum.
Þjóðverjar réðu lögum og lofum í leiknum frá upphafi til enda. Serge Gnabry kom Þjóðverjum yfir strax á 5. mínútu leiksins eftir sendingu frá Leroy Sane. Aðstoðardómarinn setti flaggið á loft og taldi að um rangstöðu væri að ræða en atvikið var skoðað í VAR þar sem sást að markið var löglegt.
Rudiger tvöfaldaði forystu Þýskalands á 24. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu frá Joshua Kimmich. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Þjóðverjar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og sóttu stíft. Leroy Sane skoraði þriðja markið á 56. mínútu með föstu skoti upp í þaknetið. Timo Werner hafði brennt af nokkrum dauðafærum í leiknum en hann náði að koma sér á blað undir lok leiks þegar hann skoraði fjórða mark Þjóðverja og gulltryggði verðskuldaðan sigur þeirra.
Þjóðverjar eru á toppi J riðils með 15 stig eftir sex leiki. Íslendingar eru í 5. sæti með 4 stig eftir jafn marga leiki.
Ísland 0 – 4 Þýskaland
0-1 Serge Gnabry (´5)
0-2 Antonio Rudiger (´24)
0-3 Leroy Sane (´56)
0-4 Timo Werner (´88)