Þegar þetta er skrifað er hálfleikur í leik Íslendinga og Þjóðverja í undankeppni HM og leiða Þjóðverjar 0-2. Þjóðverjar hafa ráðið lögum og lofum í leiknum hingað til en Serge Gnabry kom gestunum yfir strax á 5. mínútu. Aðstoðardómarinn hafði sett flaggið á loft en markið var skoðað í VAR og þar sást að markið var löglegt.
Rudiger tvöfaldaði forystu Þýskalands á 24. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu frá Joshua Kimmich. Það má með sanni segja að þetta hafi komið beint af æfingasvæðinu. Markið má sjá hér að neðan.
Antonio Rudiger tvöfaldar forystu Þjóðverja á 24. mínútu. pic.twitter.com/pqvEeRqTEc
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 8, 2021