Þjóðverjar leiða nú með þremur mörkum gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Þjóðverjar hafa haft öll völd á vellinum hingað til og forystan verðskulduð.
Serge Gnabry kom gestunum yfir strax á 5. mínútu eftir flotta sókn og Rudiger tvöfaldaði forystuna tæpum tuttugu mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Leroy Sane skoraði þriðja mark Þjóðverja á 56. mínútu með föstu skoti upp í þaknetið. Markið má sjá hér að neðan.
Þriðja þýska markið – Leroy Sane á 56. mínútu. pic.twitter.com/Gani8XE8jA
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 8, 2021