fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Einkunnir eftir tap gegn sterku þýsku liði – Enginn fær hærra en 5

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 20:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland fékk skell gegn Þýskalandi í undankeppni HM í kvöld en liðið er með fjögur stig eftir sex leiki og draumurinn um HM í Katar er úr sögunni.

Serge Gnabry kom Þýskalandi yfir eftir fimm mínútna leik og tæpum tuttugu mínútum síðar kom Antonio Rudiger gestunum í 0-2.

Leroy Sane bætti við þriðja markinu í síðari hálfleik og Timo Werner undir lok leiks. Niðurstaðan 0-4 tap.

Einkunnir 433.is frá leiknum eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson – 4
Hefði getað gert betur í þriðja markinu og svo sérstaklega í fjórða markinu þegar laust skot Timo Werner rataði inn.

Birkir Már Sævarsson – 4
Í stökum vandræðum með snögga kantmenn Þýskalands

Brynjar Ingi Bjarnason 4
Virkaði stressaður og gerði sig sekan um of mörg mistök.

Jón Guðni Fjóluson 5
Komst þokkalega frá sínu í hjarta varnarinnar.

Ari Freyr Skúlason 4
Í vandræðum stóran hluta leiksins

Jóhann Berg Guðmundsson (´71) 5
Góðu hlutirnir í síðari hálfleik gerðust í kringum Jóa, hefði mátt taka skotið með hægri í fyrri hálfleik.

Guðlaugur Victor Pálsson 4
Stundum of villtur til að halda miðsvæðinu gegn sterku þýsku liði.

Birkir Bjarnason 5 – Maður leiksins
Fínustu kaflar hjá Birki í þessum leik

Ísak Bergmann Jóhannesson (´71) 4
Sóknarlega ágætur en varnarvinnan og staðsetningar ábótavant.

Þórir Jóhann Helgason 4
Komst ekki mikið í takt við leikinn.

Albert Guðmundsson (´80) 5
Ágætis kaflar en oft ansi einmana að berjast.

Varamenn:

Arnór Sigurðsson (´71)
Spilaði of lítið til að fá einnkunn

Jón Dagur Þorsteinsson (´71)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Andri Lucas Guðjohnsen (´80)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Í gær

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“