fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Birkir Már: „Ég hef trú á að úrslitin fari að detta“

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 8. september 2021 21:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tók á móti Þýskalandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Þjóðverjar voru miklu sterkari í leiknum og unnu öruggan 4-0 sigur. Þetta hafði Birkir Már Sævarsson að segja í viðtali við Rúv að leik loknum:

„Þetta er frábært lið. Þeira eru bara betri og sýndu það í dag. Við áttum ágætis spretti inn á milli en það er bara erfitt að eiga við þá í þessum ham,“ sagði Birkir Már við Rúv.

Birkir var spurður út í landsleikjagluggan í heild og hvernig honum líst á kynslóðaskiptin sem eru hafin í landsliðinu.

„Við hefðum viljað ná fleiri stigum út úr þessu en ef ég lít til baka þá sér maður að það er eitthvað í gangi og þó að úrslitin séu ekki að detta þá eru þessir strákar að fá dýrmæta leiki á móti góðum mótherjum og við gömlu hundarnir reynum að leiðbeina eins og við getum. Ég held að úrslitin fari að detta hvað og hverju.“

„Ég vona að úrslitin fari að detta í október. Liðið er búið að spila aðeins saman og þetta er að slípast til. Ég hef trú á að úrslitin fari að detta og við reynum við Evrópumótið,“ sagði Birkir Már að lokum við Rúv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“