fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Arnar Þór: „Verkefni sem bíða mín, sem ég myndi vilja leysa sem fyrst“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. september 2021 22:02

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Úr glugganum tek ég það með mér að það voru augnablik í öllum leikjum að við vorum að sjá þá hluti sem við erum að vinna í. Þegar úrslitin eru ekki eins og við hefðum óskað þá eru samt hlutir sem eru mjög góðir í leikjunum þremur. Við gerum of mikið af einstaklings mistökum sem kosta okkur mörk. Á þessu stigi er það mjög dýrt að gera mistök, við erum ekki að fá tíu færi í leik,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands á fréttamannafundi eftir 0-4 tap gegn Þýskalandi í kvöld.

Hannes Þór Halldórsson markvörður liðsins greindi frá því í kvöld að hann væri hættur með liðinu. Magnaður ferill að baki fyrir Hannes sem er 37 ára gamall.

„Ég held að við séum öll sammála um að landsliðsferill Hannesar sé ótrúlegur, ég hef sagt það oft við Hannes og við alla þá sem vilja heyra. Að hans ferill og hans þróun er leið sem allir leikmenn eiga að horfa til, það eru ekki allir fæddir með brjálaða hæfileika en hann hefur náð þessum árangri með því að leggja hart að sér. Það er heiður að fá að fylgjast með honum öll þessi ár, vera stuðningsmaður Íslands og Hannesar. Í þessum tveimur gluggum hefur verið mjög jákvætt að vinna með honum, ég og Eiður höfum þurft að taka ákvarðanir og það er eðlilegt að menn séu ekki alltaf sammála. Frábær karakter,“ sagði Arnar.

Íslenska liðið hefur í þessum glugga spilað þrjá leiki en mistökin hafa verið mörg varnarlega.

„Þegar við byrjum þessa undankeppni í mars sem er fyrsta verkefnið mitt, þú ert að fá inn hóp þar sem eru þrír leikir og fáar æfingar. Í sumar fáum við þrjá æfingaleiki og nánast algjörlega nýjan hóp inn, aftur erum við að fá nýjan hóp í september. Það er erfitt að búa til stöðugleika í vörn og sókn. Þetta helst allt í hendur, þegar það er komið jafnvægi og liðið vant að spila saman. Þá eru hlutir sem eru miklu auðveldari, í dag eigum við langt innkast og látum keyra hratt á okkur. Við vitum að Þýskaland eru frábærir að sækja hratt, þetta eru hlutir sem tengjast. Það er mjög erfitt að búa til stöðugleika í liðinu, við eigum mjög marga leikmenn á besta aldri með reynslu. Ég get talið upp sex sem eru ekki með okkur þessa tíu daga, leikmenn á besta aldri sem væru líklega í byrjunarliðinu í öllum leikjunum. Þessir leikmenn hafa spilað mikið saman síðustu ár, þetta gerir verkefnið erfiðara. Við þurfum að líta til framtíðar og bæta okkur í öllu þessu, við verðum að gera það saman,“ sagði Arnar Þór.

Stöðugleiki hefur einkennt góðu ár landsliðsins en miklar breytingar eru á milli verkefni.

„Við erum að nefna Ragga og Kára sem hafa verið geggjaðir öll þessi ár, Hannes líka. Í mars og núna hefði ég viljað nota Kára í öllum þremur leikjunum, ég get ekki ætlast til þess. Kári æfði aðeins í gær en gat ómögulega spilað í dag, þú vilt festu sem þjálfari. Við höfum haft festu undanfarin átta ár, fyrir þá festu var skafl sem þurfti að fara í gegnum. Við erum aftur þar núna, það eru margar stöður í liðinu sem leikmenn geta eignað sér næstu tíu árin. Það eru margar stöður sem menn geta eignað sér en ekki allar. Núna er tækifæri til að taka markvarðarstöðuna næstu tíu árin og þar eru margir efnilegir, Brynjar Ingi var frábær í þessum glugga og í júní. Fyrsta markið í kvöld þá gleymir Brynjar sér, ef hann er duglegur að stinga þessum mistökum í bakpokann þá lærir hann fljótt. Ég nota hann í þrjá leiki í röð þrátt fyrir ungan aldur, ég sá það í júní að hann gat þetta. Þess vegna tókum við þá ákvörðun að keyra á hann núna og sjá hvort hann gæti spilað gegn Þýskalandi, hann gat það þrátt fyrir þessi mistök.“

Hannes er hættur og ekki er útilokað að fleiri lykilmenn taki sömu ákvörðun á næstunni.

„Við erum búnir að ræða hlutina mikið undanfarna tíu daga, það hefur gengið mikið á. Við erum með leikmenn sem eru meiddir, það eina sem ég hef beðið alla þessa drengi um er að taka ekki ákvörðunina núna. Ef við værum að taka ákvörðun núna þá væri hún byggð á skrýtnum forsendum og skrýtnum tilfinningum. Þessar tvær vikur frá því að við völdum hópinn, allt sem hefur gerst og maður áttar sig ekki á þessu öllu. Ég hef beðið þessa leikmenn um að ræða við fjölskylduna, byrja að æfa með félagsliði og taka ekki ákvörðun núna. Ef við ætlum að taka allir ákvarðnir núna þá er hún ekki á réttum forsendum,“ sagði Arnar sem mun ræða við lykilmenn eftir tíu daga eða svo.“

Ljóst er að mörg verkefni eru fyrir Arnar að leysa á næstu vikum, stjórn sambandsins bannað Arnari að velja leikmenn fyrir þetta verkefni og lykilmenn hafa verið meiddir.

„Ég ætla að byrja á því að taka næstu tvo daga til að greina þennan leik, leyfa þessu að taka pláss í hjarta mínu og sál. Síðan ætla ég heim til fjölskyldunnar og svo er aftur undirbúningur fyrir næsta verkefni. Það eru allnokkur verkefni sem bíða mín, sem ég myndi vilja leysa sem fyrst,“ sagði Arnar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Calvert-Lewin á Old Trafford?

Calvert-Lewin á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð