Fjöldi leikja fór fram í Evrópuhluta undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar 2022. Hér fyrir neðan er yfirferð.
Aserbaídjan 0-3 Portúgal (A-riðill)
Portúgal vann 0-3 sigur á Aserbaídjan á heimavelli þeirra fyrrnefndu.
Bernardo Silva og Andre Silva tvö mörk um miðbik fyrri hálfleiks. Diogo Jota setti svo eitt þegar stundarfjórðungur lifði leiks.
Portúgal er á toppi riðilsins með 13 stig eftir fimm leiki.
Írland 1-1 Serbía (A-riðill)
Bosnía & Hersegóvína 2-2 Kasakstan (D-riðill)
Frakkland 2-0 Finnland (D-riðill)
Frakkar unnu Finna 2-0 á heimavelli.
Antoine Griezmann gerði bæði mörk þeirra í sitthvorum háflleiknum.
Frakkar eru á toppi riðilsins með 12 stig eftir sex leiki.
Austurríki 0-1 Skotland (F-riðill)
Danmörk 5-0 Ísrael (F-riðill)
Danmörk burstaði Ísrael 5-0 í Kaupmannahöfn.
Yussuf Poulsen, Simon Kjær og Andreas Skov Olsen gerðu þrjú markanna í fyrri hálfleik. Thomas Delaney og Andreas Cornelius skoruðu tvö í þeim seinni.
Danmörk er í frábærri stöðu í riðlinum, með fullt hús stiga eftir sex leiki.
Færeyjar 2-1 Moldavía (F-riðill)
Svartfjallaland 0-0 Lettland (G-riðill)
Holland 6-1 Tyrkland (G-riðill)
Holland fór ansi illa með Tyrkland á heimavelli, 6-1.
Memphis Depay gerði þrennu, Guus Til, Donyell Malen og Davy Klaasen gerðu hin mörkin. Cengiz Under skoraði mark Tyrkja.
Holland er í efsta sæti riðilsins með 13 stig. Tyrkir eru í því þriðja með 2 stigum minna.
Noregur 5-1 Gíbraltar (G-riðill)
Króatía 3-0 Slóvenía (H-riðill)
Rússland 2-0 Malta (H-riðill)
Slóvakía 2-0 Kýpur (H-riðill)