fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Aron Einar var leikfær í Katar á sunnudag – „Hann var með COVID og hafði verið slappur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag. Á morgun mætir liðið Þýskalandi í undankeppni HM.

Liðið er á leið í sinn þriðja leik á viku en liðið er með marga nýja leikmenn í sínum röðum.

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska liðsins er ekki með í verkefninu, hefur Arnar Þór sagt frá því að Aron hafi glímt við COVID-19 sjúkdóminn. Aron sat fastur í einangrun á Spáni um það leyti sem landsliðshópurinn kom saman. Al-Arabi var þar í æfingaferð.

Aron hefur hins vegar náð bata og lék með Al-Arabi í Katar á sunnudag, á sama tíma og íslenska landsliðið lék gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM.

„Þetta er bara eins og við töluðum um þá, Aron var með COVID og hafði verið slappur,“ sagði Arnar Þór en Aron byrjaði á bekknum í leiknum hjá Al-Arabi en lék síðustu mínútur leiksins.

„Á þeim tímapunkti sem hópurinn var valinn þá var hann ekki leikfær í fyrsta leikinn og við vissum hreinlega ekki hversu hratt það myndi ganga fyrir sig að hann næði bata.“

Ísland er með fjögur stig eftir fimm leiki í undankeppni HM en ljóst er að leikurinn gegn Þýskalandi verður afar erfiður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina