Eftir góða reynslu af framkvæmd sóttvarnarreglna í leikjunum gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu er ljóst að svigrúm er til að fjölga sóttvarnarhólfum fyrir leik A landsliðs karla við Þýskaland, en liðin mætast í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli miðvikudaginn 8. september kl. 18:45.
KSÍ hefur því tekið ákvörðun um að opna að nýju miðasölu og hófst salan klukkan 12:00 í dag.
Það verða því þrjú þúsund miðar í boði en Ísland er eitt fárra landa sem býr við slíkar takmarkanir í Evrópu þessa stundina.