fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu ótrúlegar senur í Brasilíu: Lögregla og heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu stórleik til að vísa leikmönnum úr landi – ,,Við höfum verið hér í þrjá daga, af hverju gerið þið þetta núna?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 20:04

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni Heimsmeistaramótins í kvöld var stöðvaður eftir aðeins sjö mínútur af heilbrigðisyfirvöldum og lögreglunni í fyrrnefnda landinu, þar sem leikurinn fór fram.

Brasilísku lögreglunni hafði verið skipað að vísa fjórum leikmönnum argentíska liðsins úr landi vegna reglna um sóttkví.

Um er að ræða þá Emi Buendia, Emi Martinez, Giovani Lo Celso og Cristian Romero. Allir leika þeir í ensku úrvalsdeildinni.

Þar sem þeir hafa (augljóslega) verið í Englandi nýlega hefðu þeir átt að fara í 14 daga sóttkví við komuna til Brasilíu.

Það verður að teljast ótrúlegt að yfirvöld hafi ekki áttað sig á stöðunni fyrr. Það vita jú flestir að leikmennirnir búa og vinna á Englandi.

Suður-Ameríska knattspyrnusambandið hefur sagt að Argentína fái þrjú stig fyrir leikinn, verði hann ekki kláraður.

Lionel Messi, stjarna argentíska liðsins, á að hafa látið heilbrigðisyfirvöld heyra það: ,,Við höfum verið hér í þrjá daga, af hverju gerið þið þetta núna?“

Uppfært (20:07): Leikurinn hefur verið blásinn af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Í gær

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Í gær

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik