Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni Heimsmeistaramótins í kvöld var stöðvaður eftir aðeins sjö mínútur af heilbrigðisyfirvöldum og lögreglunni í fyrrnefnda landinu, þar sem leikurinn fór fram.
Brasilísku lögreglunni hafði verið skipað að vísa fjórum leikmönnum argentíska liðsins úr landi vegna reglna um sóttkví.
Um er að ræða þá Emi Buendia, Emi Martinez, Giovani Lo Celso og Cristian Romero. Allir leika þeir í ensku úrvalsdeildinni.
Þar sem þeir hafa (augljóslega) verið í Englandi nýlega hefðu þeir átt að fara í 14 daga sóttkví við komuna til Brasilíu.
Það verður að teljast ótrúlegt að yfirvöld hafi ekki áttað sig á stöðunni fyrr. Það vita jú flestir að leikmennirnir búa og vinna á Englandi.
Suður-Ameríska knattspyrnusambandið hefur sagt að Argentína fái þrjú stig fyrir leikinn, verði hann ekki kláraður.
Lionel Messi, stjarna argentíska liðsins, á að hafa látið heilbrigðisyfirvöld heyra það: ,,Við höfum verið hér í þrjá daga, af hverju gerið þið þetta núna?“
Surreal: Brazil v Argentina stopped inside 7 mins by Brazilian Federal Police walking on field to detain 4 Argentinian Premier League players who failed to disclose they are based in Britain, breaking COVID protocols upon entering Brazil. Chaos ensued 🇧🇷🇦🇷 pic.twitter.com/ANG5L61SaK
— roger bennett (@rogbennett) September 5, 2021
BREAKING: Brazil vs Argentina has been suspended as the Brazilian Health Authorities have stormed onto the pitch to deport Emiliano Martinez, Giovani Lo Celso and Cristian Romero.#avfc #thfc pic.twitter.com/g9tGmV1pNt
— Sam Street (@samstreetwrites) September 5, 2021
Lionel Messi to the Brazilian health authorities 🗣️:
“We’ve been here for three days, why are you doing this just now?!”
— SPORTbible (@sportbible) September 5, 2021
Uppfært (20:07): Leikurinn hefur verið blásinn af.