fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Andri Lucas Guðjohnsen í beinni eftir leik: „Bara svona father-son moment“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 18:20

Andri Lucas Guðjohnsen/Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Lucas Guðjohnsen gerði jöfnunarmark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag. Markið má sjá neðst í fréttinni.

Ekkert gekk upp hjá íslenska liðinu lengi vel í dag en á síðasta stundarfjóðrungi leiksins tókst þeim að breyta 0-2 stöðu í jafntefli.

,,Þetta var æðislegt, að vera partur af þessu. Auðvitað var þetta ekki okkar besti leikur. Sloppy fyrri hálfleikur en hægt og rólega náum við að koma okkur inn i þetta í seinni hálfleik. Þeir sem koma inn á, við vorum klárir í slaginn,“ sagði Andri við RÚV eftir leik.

,,Að gera þetta heima á Laugardalsvellinum, þetta er æðisleg tilfinning.“

Andri var einnig spurður út í kossinn sem faðir hans, Eiður Smári Guðjohnssen, gaf honum áður en hann kom inn á í sínum fyrsta landsleik gegn Rúmeníu á fimmtudag.

,,Bara svona father-son moment. Auðvitað er þetta pabbi minn sem aðstoðarþjálfari og maður reynir að halda þessu eins proffesional og maður getur. Hann var bara stoltur að sjá son sinn koma inn á í sínum fyrsta landsleik. Ef ég á að vera alveg hreinsskilinn þá man ég ekki alveg eftir þessu,“ sagði Andri um kossinn.

Andri leikur með númer 22 á bakinu. Það er sama númer og Eiður Smári bar á sínum ferli með landsliðinu.

,,Ég vissi ekkert að talan mín væri 22. Ég labbaði bara inn í klefa og sá númer 22 með Guðjohnsen á bakinu,“ sagði Andri að lokum.

Smelltu hér til að sjá mark Andra í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Í gær

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?