fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Leikmennirnir sakaðir um að hafa logið til að komast inn í Brasilíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 20:24

Emiliano Martinez. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikmenn argentíska landsliðsins í knattspyrnu eru sakaðir um að hafa logið til þess að komast til Brasilíu og spila leik við þjóðina í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Þetta segir á vef Daily Mail.

Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni Heimsmeistaramótins í kvöld var stöðvaður eftir aðeins sjö mínútur af heilbrigðisyfirvöldum og lögreglunni í fyrrnefnda landinu, þar sem leikurinn fór fram. Hann hefur nú verið blásinn af.

Brasilísku lögreglunni hafði verið skipað að vísa fjórum leikmönnum argentíska liðsins úr landi vegna reglna um sóttkví.

Um er að ræða þá Emi Buendia, Emi Martinez, Giovani Lo Celso og Cristian Romero. Allir leika þeir í ensku úrvalsdeildinni.

Þar sem þeir hafa verið í Englandi nýlega hefðu þeir átt að fara í 14 daga sóttkví við komuna til Brasilíu.

Það verður að teljast ótrúlegt að yfirvöld hafi ekki áttað sig á stöðunni fyrr. Það vita jú flestir að leikmennirnir búa og vinna á Englandi.

Samkvæmt Daily Mail þá greindu leikmennirnir aðeins frá því að hafa verið í Argentínu og Venesúela áður en þeir komu til Brasilíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina