Arnór Ingvi Traustason lagði upp sigurmark New England Revolution gegn Philadelphia Union í MLS deildinni í gærnótt. New England situr á toppi Austurdeildarinnar með 52 stig, 14 stigum á undan Nashville FC í 2. sæti.
Revs, eins og þeir eru kallaðir, fengu aukaspyrnu á 32. mínútu sem Arnór Ingvi tók og lyfti boltanum inn á teig þar sem Matt Polster var mættur á fjærstöngina til að pota boltanum yfir línuna. Arnór var svo rekinn af velli á 59. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum.
Stoðsendingu Arnórs má sjá hér að neðan.
🎱🎱🎱 weight room 👊#NERevs | @MattPolster pic.twitter.com/NeFlxJs2k5
— New England Revolution (@NERevolution) September 4, 2021