Knattspyrnuspekingurinn Danny Murphy, er á því að að endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United eigi eftir að hindra þróun ungstirnisins Mason Greenwood hjá félaginu.
Greenwood hefur skorað í öllum þremur leikjum United á tímabilinu og skoraði sigurmark liðsins gegn Wolves um síðustu helgi. Margir hafa talið að koma Ronaldo gæti hjálpað Greenwood að þróast sem leikmaður en Danny Murphy er á öðru máli.
„Hann gæti þurft að bíða örlítið lengur nú þegar Ronaldo er kominn aftur, en ég held hann gæti orðið goðsögn hjá United, alvöru nía,“ sagði Murphy. „Þetta hindar þróun hans. Ég hélt að Greenwood og Cavani, og kannski Martial inn á milli, yrðu framherjar United. Svo yrði hægt að setja Greenwood hægra megin þegar Sancho þarf hvíld.
Þetta snýst um hafa jafnvægi og að halda öllum ánægðum. Fær Cavani nógu margar mínútur? Greenwood er 19 ára svo hann lætur ekki deigan síga. Það er það eina neikvæða við þetta, að það kemur í veg fyrir að Greenwood spili fleiri mínútur. Maður lærir á því að spila aftur og aftur, ekki einn af hverjum þremur.“