Cristiano Ronaldo hefur þegar slegið öll met í treyjusölum aðeins nokkrum klukkutímum eftir að tilkynnt var að hann fengi treyju númer sjö hjá Manchester United.
Aðdáendur flykktust á Old Trafford til að næla sér í Ronaldo treyju og heimasíða félagsins var með hæstu sölutölur allra tíma á einni sölusíðu utar Norður-Ameríku.
Heimasíða United er rekin af Fanatics sem vinna með meira en 300 íþróttafélögum um allan heim. Á einum klukkutíma hafði selst meira af Ronaldo treyjum en á einum degi á heimsvísu fyrir United Direct sem er opinber sölusíða félagsins.
Ronaldo varð söluhæsti leikmaður allra tíma einungis sólarhring eftir að hann gekk aftur til liðs við United. Félagsskiptin skiluðu meiri hagnaði en félagsskipti Lionel Messi til PSG, Bryce Harper til Philadelphia Phillies í hafnabolta, Tom Brady til Tampa Bay Buccaneers í Amerískum fótbolta og LeBron James til LA Lakers í körfubolta.