England vann 4-0 sigur á Ungverjalandi í undankeppni HM í gær en Raheem Sterling var á meðal markaskorara liðsins.
Sterling skoraði fyrsta mark leiksins en þegar hann fagnaði reif hann sig úr búningum og á bol undir stóð. „Ég elska þig alltaf Steffie Gregg,“ stóð á bol Sterling.
Steffie Gregg var æskuvinkona sem lést á þriðjudag, hún lést eftir baráttu við COVID- 19 veiruna samkvæmt breskum blöðum.
Sterling vildi minnast vinkonu sinnar með þessum hætti en síðar í leiknum varð Sterling fyrir kynþáttaníði. Þeldökkir leikmenn Englands máttu sitja undir apahljóðum stóran hluta leiksins.